Innlent

Skólameistari rakar sig fyrir UNICEF

BBI skrifar
Skólameistarinn fær sér töff klippingu fyrir augum nemenda.
Skólameistarinn fær sér töff klippingu fyrir augum nemenda. Gunnar H. Ársælsson
Frumleg fjáröflun fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í dag. Þar söfnuðu nemendur og starfsfólk fjárframlögum til UNICEF með ýmsum uppátækjum, m.a. með því að lita hárið á sér blátt eða krúnuraka sig.

Kristinn Þorsteinsson, skólameistari, lét ekki sitt eftir liggja og rakaði upphafsstafi skólans, FG, í hnakkann á sér gegn minnsta kosti 10 þúsund króna framlagi til UNICEF. Það var nemandi skólans sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að skrifa í hnakkann á skólastjóranum fyrir augum annarra nemenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×