Skógrækt eða náttúruvernd Snorri Baldursson skrifar 12. maí 2011 05:00 Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda?
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun