Erlent

Skoðaðu allt þitt Google-líf á einni handhægri síðu

Birgir Olgeirsson skrifar
Google hefur núna opnað My Activity-síðuna sem gefur notendum færi á að skoða nokkuð ítarlega allt það sem þeir hafa gert á Google
Google hefur núna opnað My Activity-síðuna sem gefur notendum færi á að skoða nokkuð ítarlega allt það sem þeir hafa gert á Google Vísir/Getty
Tæknirisinn Google státar af mörgum þjónustum sem margir nota daglega, þar á meðal leitarvélina, YouTube, Gmail, maps og fleira, en þessi þjónustu skilur eftir mikið af upplýsingum um daglega notkun notenda.

Google hefur núna opnað My Activity-síðuna sem gefur notendum færi á að skoða nokkuð ítarlega allt það sem þeir hafa gert á Google, í það minnsta öll þau gögn sem notendur hafa ekki bannað Google að safna saman.

Þar á meðal er öll notkun á Google-Chrome, leitir á Google, myndaleitir, öll myndbönd sem þú hefur séð á YouTube, svo dæmi eru tekin. Þeir sem styðjast við Android-stýrikerfið í símum sínum notast mikið við þjónustu Google og munu líklega komast að því að það er búið að safna ansi miklum upplýsingum um þá.

Þessi nýja síða gefur þannig notendum Google innsýn í hversu mikið af upplýsingum er safnað um þá og geta þeir því fínstillt á Activity Controls hvað þeir vilji að Google-hætti að safna upplýsingum um.

Wired greinir frá því að þessi breyting sé tilkomin vegna breytinga hjá Google sem notar upplýsingar sem fyrirtækið safnar saman til að koma hnitmiðuðum auglýsingum til notenda sinna.

Ef þú vilt losna undan slíku auglýsingum, sem er sérsniðnar eftir netnotkun þinni, þá getur þú farið á þessa síðu hér þar sem þú getur slökkt á auglýsingum sem eru byggðar á áhuga þínum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×