Erlent

Skjöl benda til samvinnu Assads og ISIS

Aleppo hefur orðið mjög illa úti.
Aleppo hefur orðið mjög illa úti. Vísir/AFP
Skjöl sem SKY fréttastofan hefur undir höndum og eru sögð koma frá ISIS vígasveitunum benda til þess að stjórnarher Assads Sýrlsandsforseta og ISIS hafi starfað saman á laun á vígvellinum. Til að mynda virðist stjórnarherinn hafa sæst á að ISIS menn fengu að koma hertólum sínum frá borginni Palmyra áður en Assad náði aftur tökum á henni og þá virðist hafa verið í gangi samningur um að ISIS léti Assad olíu í té í skiptum fyrir áburð.

Fréttamaður SKY sem hefur skjölin undir höndum segir ómögulegt að staðfesta að skjölin séu ósvikin, en hinsvegar hafi þau skjöl sem heimildarmenn SKY hafi látið þeim í té hingað til reynst vera ósvikin.Rússneski flugherinn hefur stutt ASSAS undanfarin misseri og komi í ljós að þar á bæ hafi menn vitað af samvinnunni gæti samband Rússa og Bandaríkjamanna versnað enn meira en orðið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×