Skjálftahrina viđ Herđubreiđ

 
Innlent
08:37 18. MARS 2017
Herđubreiđ er oft nefnd drottning íslenskra fjalla.
Herđubreiđ er oft nefnd drottning íslenskra fjalla. VÍSIR/VILHELM

Skjálfti af stærðinni 3,3 varð við Herðubreið rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun en hann var hluti af skjálftahrinu sem hefur verið á fimm kílómetra suðvestur af Herðubreið undanfarna daga með hléum. Frá miðnætti og fram eftir morgni hafa mælst rúmlega 100 skjálftar á þessu svæði.

Á milli níu og tíu í gærkvöldi bætti heldur í hrinuna en Sigþrúður Ármannsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands, segir engan gosóróa hafa fylgt þessari hrinu.

„Þetta er heldur í rénun en gæti haldið áfram fram eftir degi eða lengur,“ segir Sigþrúður.

Herðubreið er 1.682 metra hátt móbergsfjall í Ódáðahrauni norðan Vatnajökuls og oft nefnd drottning íslenskra fjalla.

Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að Herðubreið sé eldstöð sem myndaðist að öllum líkindum í einu stöku eldgosi. Er Herðubreið yfirleitt tekin sem dæmi um eldstöð sem gýs aðeins einu sinni en svo aldrei aftur og er því ekki litið á hana sem lifandi eða virka eldstöð.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Skjálftahrina viđ Herđubreiđ
Fara efst