Innlent

Skjálftahrina á Reykjaneshrygg

Gissur Sigurðsson skrifar
Sterkustu skjálftarnir mældust allt að fjórum stigum.
Sterkustu skjálftarnir mældust allt að fjórum stigum. Vísir/GVA
Jarðskjálftahrina  hófst á Reykjaneshrygg, norðvestur af Geirfugladrangi um níu leitið í gærkvöldi og hefur staðið með hléum síðan. Þeirra varð vart víða á suðvestur horninu og allt upp á Akranes.

Sterkustu skjálftarnir í upphafshrynunni mældust allt að fjórum stigum og 
all  nokkrir voru yfir þrjú stig. Síðan hægði á en bætti svo í virknina aftur upp úr klukkan tvö  og enn og aftur upp úr klukkan fimm, og er  hrinan  ekki í rénun, svo séð verður á þessari stundu. 

Þrátt  fyrir stærð og fjölda skjálftanna telja jarðvísindamenn þetta ekki fyrirboða frekari tíðinda á svæðinu, enda skjálftar algengir á þessum slóðum, en Veðurstofan fylgist grannt með framvindu mála á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×