Viðskipti innlent

Skiptaverð og fiskverð á markaði ekki sambærilegt

Sveinn Arnarsson skrifar
Mikill munur er á skiptaverði og markaðsverði
Mikill munur er á skiptaverði og markaðsverði vísir/stefán
Ekki er munur á verði afla eftir því hvort hann fer á markað eða fer beint inn í vinnslu. Þetta er mat Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS. 

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri SFS.
Hún segir einnig langtímasamninga útgerða við áhafnir eigin skipa og stundarviðskipti á uppboðsmarkaði ekki sambærileg.

Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að mikill munur væri á verði fisks eftir því hvort hann færi beint frá skipi inn í eigin fiskverkun útgerðar. 

„Sú reikniformúla sem við er miðað samkvæmt kjarasamningi á að leiða til sambærilegs verðs þegar kemur að skiptaverði annars vegar og verði á markaði hins vegar. Sveiflur geta þó orðið á þessu frá einum tíma til annars og ekki er algilt að skiptaverð sé lægra en verð á uppboðsmarkaði, líkt og haldið hefur verið fram í umræðu liðinna daga. Þá eru viðskipti á grundvelli langtímasamninga annars vegar og stundarviðskipti á uppboðsmarkaði hins vegar ekki sambærileg,“ segir Heiðrún Lind.

Heiðrún segir mikilvægt að hafa í huga að fiskur sé ferskvara og að markaðir séu kröfuharðir. „Ferli frá veiðum til afhendingar verður því að ganga hratt og vel fyrir sig.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill

Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan

Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski

Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×