Erlent

Skipstjóri suður-kóresku ferjunnar biðst afsökunar

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Aðstandendur farþeganna sem enn er saknað bíða í von og óvon eftir fréttum af ástvinum.
Aðstandendur farþeganna sem enn er saknað bíða í von og óvon eftir fréttum af ástvinum. Visir/AP
Skipstjóri Suður-Kóresku ferjunnar sem sökk í vikunni, Lee Joon-Seok, hefur verið handtekinn fyrir vanrækslu í starfi.



Tveir starfsmenn áhafnarinnar hafa einnig verið handteknir í tengslum við málið en Lee var ekki við stjórnvöl skipsins þegar slysið varð.

Rannsókn hefur leitt í ljós að slysið hafi átt sér stað þegar skipið tók of snarpa beygju.

270 manns er enn saknað og er tala látinna komin upp í 32. 476 manns voru um borð og þar af 323 stúdentar úr Menntaskólanum í ANsan.



Hinn 68 ára Lee Joon-seok bað fjölskyldur fórnarlambanna afsökunar í stuttri tilkynningu sem birtist í fjölmiðlum stuttu eftir handtökuna. 



Hann hafði sætt gagnrýni fyrir að segja farþegum að halda kyrru fyrir en hann í afsökunarbeiðninni varði hann þá ákvörðun og sagðist hafa gert það í öryggisskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×