Skella skollaeyrum við meintum galla 9. september 2010 05:30 Ósáttur Land Cruiser-eigandi segir Toyota á Íslandi neita að viður-kenna galla í bílunum. Forsvarsmenn Toyota vísa ásökunum á bug. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Vilhelm Toyotaeigandi sakar Toyota á Íslandi um að bregðast ekki við meintum galla í Land Cruiser bifreiðum. Aubert Högnason segist hafa farið með bifreið sonar síns, af gerðinni Land Cruiser 120, í smurningu hjá þjónustuverkstæði Toyota á Selfossi fyrir skemmstu. Þar kom í ljós að grófsigti í smurpönnu var svo stíflað að starfsmaður verkstæðisins sagði að hætta hafi verið á að bíllinn bræddi úr sér nema úr væri bætt. Orsökin liggi í galla í þéttingum undir spíssum. Aubert segist hafa sloppið fyrir horn og verkstæðið hafi gert við bílinn án endurgjalds, en hann viti um tvo bíla á Selfossi sem hafi brætt úr sér af þessum sökum og viðgerðarkostnaður gæti numið 3-4 milljónum króna. Toyota hafi þó ekki viðurkennt gallann og ekki gert neinar ráðstafanir, þrátt fyrir ábendingu hans. Fréttablaðið hafði samband við fyrirtækið Framtak-Blossa ehf. sem hefur umboð fyrir umrædda spíssa. Þar fengust þær upplýsingar að nokkuð hafi borið á þessum bilunum og tengdust þær sennilega veðurfari og kulda hérlendis. Ekki væri þó hægt að slá neinu föstu þar sem nú sé verið að skoða þessi mál erlendis. Aubert fullyrðir hins vegar að Toyota bíði eftir að ábyrgðin á bílunum renni út. „Það sem mig undraði mest er að þeir hafa vitað af þessum galla, eftir því sem mér er sagt, í tvö, þrjú ár,“ sagði hann og vildi því vara aðra við. „Ég lofaði sjálfum mér því að gera það sem ég gæti til að forða fjölskyldum frá því að lenda í svona tjóni.“ Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, vísar fullyrðingum Auberts á bug og segir um afmarkað tilfelli að ræða sem gefi ekki tilefni til innköllunar. Tæplega 4.000 bílar af þessari tegund séu í umferð hérlendis og enginn þekktur galli sé til staðar. Ákvörðun um innköllun liggi ekki hjá þeim, heldur Toyota í Evrópu, Ameríku eða Japan. „Þetta er hluti af stóru og vel ígrunduðu ferli og Toyota hefur ekki séð ástæðu til að kalla inn út af þessu. Toyota er þekkt fyrir að kalla töluvert mikið inn, því að fyrirtækinu er mjög annt um öryggi og gæði framleiðslunnar og ef ástaða er til innköllunar er það einfaldlega gert. Þetta er ekkert feimnismál.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Toyotaeigandi sakar Toyota á Íslandi um að bregðast ekki við meintum galla í Land Cruiser bifreiðum. Aubert Högnason segist hafa farið með bifreið sonar síns, af gerðinni Land Cruiser 120, í smurningu hjá þjónustuverkstæði Toyota á Selfossi fyrir skemmstu. Þar kom í ljós að grófsigti í smurpönnu var svo stíflað að starfsmaður verkstæðisins sagði að hætta hafi verið á að bíllinn bræddi úr sér nema úr væri bætt. Orsökin liggi í galla í þéttingum undir spíssum. Aubert segist hafa sloppið fyrir horn og verkstæðið hafi gert við bílinn án endurgjalds, en hann viti um tvo bíla á Selfossi sem hafi brætt úr sér af þessum sökum og viðgerðarkostnaður gæti numið 3-4 milljónum króna. Toyota hafi þó ekki viðurkennt gallann og ekki gert neinar ráðstafanir, þrátt fyrir ábendingu hans. Fréttablaðið hafði samband við fyrirtækið Framtak-Blossa ehf. sem hefur umboð fyrir umrædda spíssa. Þar fengust þær upplýsingar að nokkuð hafi borið á þessum bilunum og tengdust þær sennilega veðurfari og kulda hérlendis. Ekki væri þó hægt að slá neinu föstu þar sem nú sé verið að skoða þessi mál erlendis. Aubert fullyrðir hins vegar að Toyota bíði eftir að ábyrgðin á bílunum renni út. „Það sem mig undraði mest er að þeir hafa vitað af þessum galla, eftir því sem mér er sagt, í tvö, þrjú ár,“ sagði hann og vildi því vara aðra við. „Ég lofaði sjálfum mér því að gera það sem ég gæti til að forða fjölskyldum frá því að lenda í svona tjóni.“ Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, vísar fullyrðingum Auberts á bug og segir um afmarkað tilfelli að ræða sem gefi ekki tilefni til innköllunar. Tæplega 4.000 bílar af þessari tegund séu í umferð hérlendis og enginn þekktur galli sé til staðar. Ákvörðun um innköllun liggi ekki hjá þeim, heldur Toyota í Evrópu, Ameríku eða Japan. „Þetta er hluti af stóru og vel ígrunduðu ferli og Toyota hefur ekki séð ástæðu til að kalla inn út af þessu. Toyota er þekkt fyrir að kalla töluvert mikið inn, því að fyrirtækinu er mjög annt um öryggi og gæði framleiðslunnar og ef ástaða er til innköllunar er það einfaldlega gert. Þetta er ekkert feimnismál.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira