Skella skollaeyrum við meintum galla 9. september 2010 05:30 Ósáttur Land Cruiser-eigandi segir Toyota á Íslandi neita að viður-kenna galla í bílunum. Forsvarsmenn Toyota vísa ásökunum á bug. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Vilhelm Toyotaeigandi sakar Toyota á Íslandi um að bregðast ekki við meintum galla í Land Cruiser bifreiðum. Aubert Högnason segist hafa farið með bifreið sonar síns, af gerðinni Land Cruiser 120, í smurningu hjá þjónustuverkstæði Toyota á Selfossi fyrir skemmstu. Þar kom í ljós að grófsigti í smurpönnu var svo stíflað að starfsmaður verkstæðisins sagði að hætta hafi verið á að bíllinn bræddi úr sér nema úr væri bætt. Orsökin liggi í galla í þéttingum undir spíssum. Aubert segist hafa sloppið fyrir horn og verkstæðið hafi gert við bílinn án endurgjalds, en hann viti um tvo bíla á Selfossi sem hafi brætt úr sér af þessum sökum og viðgerðarkostnaður gæti numið 3-4 milljónum króna. Toyota hafi þó ekki viðurkennt gallann og ekki gert neinar ráðstafanir, þrátt fyrir ábendingu hans. Fréttablaðið hafði samband við fyrirtækið Framtak-Blossa ehf. sem hefur umboð fyrir umrædda spíssa. Þar fengust þær upplýsingar að nokkuð hafi borið á þessum bilunum og tengdust þær sennilega veðurfari og kulda hérlendis. Ekki væri þó hægt að slá neinu föstu þar sem nú sé verið að skoða þessi mál erlendis. Aubert fullyrðir hins vegar að Toyota bíði eftir að ábyrgðin á bílunum renni út. „Það sem mig undraði mest er að þeir hafa vitað af þessum galla, eftir því sem mér er sagt, í tvö, þrjú ár,“ sagði hann og vildi því vara aðra við. „Ég lofaði sjálfum mér því að gera það sem ég gæti til að forða fjölskyldum frá því að lenda í svona tjóni.“ Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, vísar fullyrðingum Auberts á bug og segir um afmarkað tilfelli að ræða sem gefi ekki tilefni til innköllunar. Tæplega 4.000 bílar af þessari tegund séu í umferð hérlendis og enginn þekktur galli sé til staðar. Ákvörðun um innköllun liggi ekki hjá þeim, heldur Toyota í Evrópu, Ameríku eða Japan. „Þetta er hluti af stóru og vel ígrunduðu ferli og Toyota hefur ekki séð ástæðu til að kalla inn út af þessu. Toyota er þekkt fyrir að kalla töluvert mikið inn, því að fyrirtækinu er mjög annt um öryggi og gæði framleiðslunnar og ef ástaða er til innköllunar er það einfaldlega gert. Þetta er ekkert feimnismál.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Toyotaeigandi sakar Toyota á Íslandi um að bregðast ekki við meintum galla í Land Cruiser bifreiðum. Aubert Högnason segist hafa farið með bifreið sonar síns, af gerðinni Land Cruiser 120, í smurningu hjá þjónustuverkstæði Toyota á Selfossi fyrir skemmstu. Þar kom í ljós að grófsigti í smurpönnu var svo stíflað að starfsmaður verkstæðisins sagði að hætta hafi verið á að bíllinn bræddi úr sér nema úr væri bætt. Orsökin liggi í galla í þéttingum undir spíssum. Aubert segist hafa sloppið fyrir horn og verkstæðið hafi gert við bílinn án endurgjalds, en hann viti um tvo bíla á Selfossi sem hafi brætt úr sér af þessum sökum og viðgerðarkostnaður gæti numið 3-4 milljónum króna. Toyota hafi þó ekki viðurkennt gallann og ekki gert neinar ráðstafanir, þrátt fyrir ábendingu hans. Fréttablaðið hafði samband við fyrirtækið Framtak-Blossa ehf. sem hefur umboð fyrir umrædda spíssa. Þar fengust þær upplýsingar að nokkuð hafi borið á þessum bilunum og tengdust þær sennilega veðurfari og kulda hérlendis. Ekki væri þó hægt að slá neinu föstu þar sem nú sé verið að skoða þessi mál erlendis. Aubert fullyrðir hins vegar að Toyota bíði eftir að ábyrgðin á bílunum renni út. „Það sem mig undraði mest er að þeir hafa vitað af þessum galla, eftir því sem mér er sagt, í tvö, þrjú ár,“ sagði hann og vildi því vara aðra við. „Ég lofaði sjálfum mér því að gera það sem ég gæti til að forða fjölskyldum frá því að lenda í svona tjóni.“ Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, vísar fullyrðingum Auberts á bug og segir um afmarkað tilfelli að ræða sem gefi ekki tilefni til innköllunar. Tæplega 4.000 bílar af þessari tegund séu í umferð hérlendis og enginn þekktur galli sé til staðar. Ákvörðun um innköllun liggi ekki hjá þeim, heldur Toyota í Evrópu, Ameríku eða Japan. „Þetta er hluti af stóru og vel ígrunduðu ferli og Toyota hefur ekki séð ástæðu til að kalla inn út af þessu. Toyota er þekkt fyrir að kalla töluvert mikið inn, því að fyrirtækinu er mjög annt um öryggi og gæði framleiðslunnar og ef ástaða er til innköllunar er það einfaldlega gert. Þetta er ekkert feimnismál.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira