Skattleysismörk lækkuðu greiðslur MP banka um 78 prósent Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2014 22:21 Skattleysismörkin sem sett voru í lög um bankaskatt lækkuðu greiðslur MP banka vegna skattsins um 78 prósent. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að færa hefði mátt rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í hruninu. Fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram breytingar á frumvarpi um tekjuaðgerðir fjárlaga og sett var inn ákvæði um sérstök skattleysismörk bankskatts sem nema 50 milljörðum króna. Samhliða því var skatturinn hækkaður úr úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent, en hann leggst á heildarskuldir banka og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Skattleysismörkin koma sér afar vel fyrir MP banka. Á vefsíðunni Andríki er velt vöngum um hvort breytingin kunni að vera tilviljun í ljósi þess að einn af framkvæmdastjórum bankans er Sigurður Hannesson, ráðgjafi og vinur forsætisráðherra og formaður nefndar um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána, en bankaskatturinn á einmitt að fjármagna tillögur nefndarinnar um skuldaleiðréttingu.Hefði þurft að greiða 241 milljón króna án breytingar Ef MP banki þyrfti að greiða 0,376% af skuldum sínum án 50 milljarða skattleysismarkanna þyrfti bankinn að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt. Vegna skattleysismarkanna lækka þessar greiðslur hins vegar í 53 milljónir króna eða um 78 prósent. Útreikningar fréttastofu miðast við síðasta birta ársreikning MP banka fyrir árið 2012.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við fréttastofu að meirihluti nefndarinnar hafi lagt til þessa breytingu á frumvarpinu eftir ábendingar frá sérfræðingum um að bankaskatturinn í óbreyttri mynd væri of þungbær fyrir smærri fjármálafyrirtæki. Hann sagði að þessi breyting hefði átt rætur sínar í fjármálaráðuneytinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að í október hefðu komið fram athugasemdir um að skatturinn myndi að óbreyttu leggjast mjög þungt á smærri fjármálafyrirtæki. Því hafi þurft að setja inn ákvæði um skattleysismörkin. Frosti vísaði því á bug að breytingin hefði verið klæðskerasniðin fyrir MP banka en sagði að í raun hefði mátt færa rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í bankahruninu. Sjá viðtal við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Skattleysismörkin sem sett voru í lög um bankaskatt lækkuðu greiðslur MP banka vegna skattsins um 78 prósent. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að færa hefði mátt rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í hruninu. Fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram breytingar á frumvarpi um tekjuaðgerðir fjárlaga og sett var inn ákvæði um sérstök skattleysismörk bankskatts sem nema 50 milljörðum króna. Samhliða því var skatturinn hækkaður úr úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent, en hann leggst á heildarskuldir banka og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Skattleysismörkin koma sér afar vel fyrir MP banka. Á vefsíðunni Andríki er velt vöngum um hvort breytingin kunni að vera tilviljun í ljósi þess að einn af framkvæmdastjórum bankans er Sigurður Hannesson, ráðgjafi og vinur forsætisráðherra og formaður nefndar um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána, en bankaskatturinn á einmitt að fjármagna tillögur nefndarinnar um skuldaleiðréttingu.Hefði þurft að greiða 241 milljón króna án breytingar Ef MP banki þyrfti að greiða 0,376% af skuldum sínum án 50 milljarða skattleysismarkanna þyrfti bankinn að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt. Vegna skattleysismarkanna lækka þessar greiðslur hins vegar í 53 milljónir króna eða um 78 prósent. Útreikningar fréttastofu miðast við síðasta birta ársreikning MP banka fyrir árið 2012.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við fréttastofu að meirihluti nefndarinnar hafi lagt til þessa breytingu á frumvarpinu eftir ábendingar frá sérfræðingum um að bankaskatturinn í óbreyttri mynd væri of þungbær fyrir smærri fjármálafyrirtæki. Hann sagði að þessi breyting hefði átt rætur sínar í fjármálaráðuneytinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að í október hefðu komið fram athugasemdir um að skatturinn myndi að óbreyttu leggjast mjög þungt á smærri fjármálafyrirtæki. Því hafi þurft að setja inn ákvæði um skattleysismörkin. Frosti vísaði því á bug að breytingin hefði verið klæðskerasniðin fyrir MP banka en sagði að í raun hefði mátt færa rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í bankahruninu. Sjá viðtal við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira