Erlent

Skátar leyfa samkynhneigðum að ganga til ábyrgðarstarfa

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Bandaríska skátahreyfingin lagði í dag niður reglu þess efnis að samkynhneigðir fullorðnir einstaklingar megi ekki verða leiðtogar og foringjar innan hreyfingarinnar. Ákvörðunin er söguleg því hart hefur verið deilt um málið í áraraðir og hefur hreyfingin meðal annars verið lögsótt vegna mismununar í garð samkynhneigðra.

79 prósent stjórnarmanna samþykkti að aflétta banninu. Einstökum trúarhópum innan hreyfingarinnar verður þó enn heimilt að banna samkynhneigðum að ganga til ábyrgðastarfa, stangist kynhneigð þeirra á við trúarskoðanir deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×