Innlent

Skartgripaþjófur í Vogahverfinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í báðum tilfellum voru gluggar spenntir upp, farið inn og stolið skartgripum.
Í báðum tilfellum voru gluggar spenntir upp, farið inn og stolið skartgripum. vísir
Töluverð ölvun var í miðborg Reykjavíkur í nótt og hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í nógu að snúast.

Lögreglunni barst tvær tilkynningar um innbrot í Vogahverfinu, sú fyrri um klukkan sex í gær og sú síðari rétt eftir kvöldmatarleytið. Í báðum tilfellum voru gluggar spenntir upp, farið inn og stolið skartgripum.

Nokkur til felli komu upp þar sem ökumenn voru grunaðir um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.

Á öðrum tímanum í nótt fékk lögreglan tilkynningu um mann í annarlegu ástandi á sameign í húsnæði í miðborginni. Er lögregla kom á vettvang var maðurinn að klæða sig úr skóm og að gera sig líklegan til að fara inn í íbúð hjá ókunnugum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast.

Nokkrum mínútum síðar var ölvaður maður handtekinn við veitingastað í miðborginni, grunaður um að slá og bíta dyravörð. Maðurinn vistaður í fangageymslu þar til hægt verðu að ræða við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×