Fótbolti

Sjöunda tap Randers í röð og liðið komið niður í 7. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur sá sína menn síðast vinna deildarleik 20. nóvember 2016.
Ólafur sá sína menn síðast vinna deildarleik 20. nóvember 2016. vísir/getty
Ólafur Kristjánsson, Hannes Þór Halldórsson og félagar í Randers töpuðu sjöunda leiknum í röð þegar þeir sóttu Silkeborg heim í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-0, Silkeborg í vil.

Andreas Albers skoraði bæði mörk Silkeborg á fimm mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks.

Hannes Þór Halldórsson var á sínum stað á milli stanganna hjá Randers.

Randers er komið niður í 7. sæti deildarinnar og eins og staðan er núna kemst liðið ekki í úrslitakeppnina um danska meistaratitilinn.

Sex efstu lið deildarinnar keppa sín á milli um meistaratitilinn en hin átta liðin fara í sér keppni.

Randers spilar við AGF og SönderjyskE í síðustu tveimur umferðum deildarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×