Erlent

Sjöunda hákarlaárásin á þremur vikum

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn er sagður hafa veri á sundi einungis tíu metra frá ströndinni.
Maðurinn er sagður hafa veri á sundi einungis tíu metra frá ströndinni. Vísir/EPA
68 ára gamall maður varð fyrir hákarlaárás við strendur Norður-Karólínu í gær. Um er að ræða sjöundu árásina við strendur Norður-Karólínu á einungis þremur vikum. Vitni segja manninn hafa verið á sundi einungis tíu metra frá ströndinni þegar hann var bitinn og dreginn undir sjávaryfirborðið.

Yfirlit yfir hákarlárásir á þessu ári.V'isir/GraphicNews
Dýpt sjávar þar sem árásin átti sér stað er sögð vera rétt rúmur metri.

Hann er einnig sagður hafa reynt að reka hákarlinn á brott, sem var rúmir tveir metrar að lengd, en Andrew Costello særðist á bringunni, báðum höndum, öðrum fætinum og mjöðminni. Hann var fluttur á sjúkrahús með sjúkraflugi og var ekki í lífshættu í gær.

Einungis nokkrum klukkustundum eftir árásina var fólk aftur komið í sjóinn við Oracoke eyju.

Í samtali við ABC News segir vísindamaðurinn George Burgess að ástandið við strendur Norður-Karólínu. Hann hefur, ásamt lögreglu, farið fram á að ströndum verði lokað um tíma.

Miðað við fjölda árása undanfarnar þrjár vikur segir hann það nánast öruggt að einhver verði fyrir árás um næstu helgi.

Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna er á laugardaginn og ljóst að fjölmargir munu leggja land undir fót og heimsækja strendur Bandaríkjanna.

Um síðustu helgi drógu tveir menn hákarl á land við strendur Norður-Karólínu. Þeir slepptu honum þó aftur út í sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×