FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 21:05

Óvćnt tap West Ham í Slóveníu

SPORT

Sjötti tapleikurinn í röđ hjá Hlyni og félögum

 
Körfubolti
20:05 01. MARS 2016
Hlynur Bćringsson í leik međ landsliđinu í Laugardalshöllinni.
Hlynur Bćringsson í leik međ landsliđinu í Laugardalshöllinni. VÍSIR/VILHELM

Það dugði ekki Sundsvall Dragons í kvöld að íslenski landsliðsmaðurinn Hlynur Bæringsson skilaði flottri tvennu því liðið tapaði með ellefu stigum á móti Uppsala Basket á heimavelli sínum.

Uppsala Basket vann leikinn 86-75 eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 19-8 þar sem ekkert gekk upp hjá heimamönnum í Sundsvall Dragons.

Hlynur Bæringsson var með 16 stig, 15 fráköst og 2 varin skot í kvöld en hann hitti úr 7 af 17 skotum sínum.

Sundsvall Dragons hefur nú tapað sex leikjum í röð og er nú komin niður í sjötta sæti deildarinnar. Uppsala Basket er nú aðeins tveimur stigum á eftir Drekunum.

Sundsvall Dragons hefur ekki unnið leik síðan 5. febrúar eða í að verða einn mánuð. Þetta var fyrsta tvenna Hlyns í taphrinunni en hann skoraði 22 stig í leiknum á undan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sjötti tapleikurinn í röđ hjá Hlyni og félögum
Fara efst