MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Sjötti tapleikurinn í röđ hjá Hlyni og félögum

 
Körfubolti
20:05 01. MARS 2016
Hlynur Bćringsson í leik međ landsliđinu í Laugardalshöllinni.
Hlynur Bćringsson í leik međ landsliđinu í Laugardalshöllinni. VÍSIR/VILHELM

Það dugði ekki Sundsvall Dragons í kvöld að íslenski landsliðsmaðurinn Hlynur Bæringsson skilaði flottri tvennu því liðið tapaði með ellefu stigum á móti Uppsala Basket á heimavelli sínum.

Uppsala Basket vann leikinn 86-75 eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 19-8 þar sem ekkert gekk upp hjá heimamönnum í Sundsvall Dragons.

Hlynur Bæringsson var með 16 stig, 15 fráköst og 2 varin skot í kvöld en hann hitti úr 7 af 17 skotum sínum.

Sundsvall Dragons hefur nú tapað sex leikjum í röð og er nú komin niður í sjötta sæti deildarinnar. Uppsala Basket er nú aðeins tveimur stigum á eftir Drekunum.

Sundsvall Dragons hefur ekki unnið leik síðan 5. febrúar eða í að verða einn mánuð. Þetta var fyrsta tvenna Hlyns í taphrinunni en hann skoraði 22 stig í leiknum á undan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sjötti tapleikurinn í röđ hjá Hlyni og félögum
Fara efst