Sport

Sjö verðlaun hjá íslensku karate fólki í Tékklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Okkar fólk í Tékklandi.
Okkar fólk í Tékklandi. vísir/getty
Ísland hreppti sjö verðlaun á opna tékkneska bikarmótinu í karate á laugardaginn, en okkar fólk hreppti fjögur gullverðlaun, eitt silfur og tvö brons.

Iveta Ivanova, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, María Helga Guðmundsdóttir og Telma Rut Frímannsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd, en 400 keppendur voru á mótinu.

Iveta var eina sem hreppti gull í einstaklingsflokki, en íslenska kvennasveitin sigraði sterkt danskt lið í úsrlitum liðakeppninnar.

Hér að neðan má sjá verðlaunaskiptinguna auk þess sem neðar er myndband frá Ingólfi Snorrasyni, landsliðsþjálfara í kumite.

Verðlaunaskiptingin var eftirfarandi:

Iveta Ivanova; gull í Cadett -54 kg og gull í liðakeppni.

Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson brons í Cadett -70 kg.

María Helga Guðmundsdóttir silfur í -61 kg, brons í opnum flokki og gull í liðakeppni.

Telma Rut Frímannsdóttir gull í -61 kg, gull í opnum flokki og gull í liðakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×