Sjö tilkynningar hjá söfnuði Votta Jehóva Sunna Valgerðardóttir skrifar 5. september 2011 07:00 Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli." Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Sjá meira
Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli."
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Sjá meira