Erlent

Sjö stærstu efnahagsríki heims funda í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Búist við að Bandaríkjamenn þrýsti á Evrópuleiðtoga að koma Grikkjum til bjargar.
Búist við að Bandaríkjamenn þrýsti á Evrópuleiðtoga að koma Grikkjum til bjargar. Vísir/AP
Fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar sjö stærstu efnhagsríkja heims hefja í dag annan dag þriggja daga fundar í Dresden í Þýskalandi. Leiðtogarnir ræða allt frá regluverki fjármálamarkaða til auknu mikilvægi kínverska yaunsins.

Búist er við því að fulltrúar Bandaríkjanna á fundinum þrýsti á evrópska starfsbræður sína að ná samkomulagi um frekari neyðaraðstoð við Grikki. Rétt rúm vikar er þar til ríkissjóður landsins á að greiða 44 milljarða króna afborgun til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×