Viðskipti innlent

Sjö sagt upp hjá Marel á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/ernir
Hátæknifyrirtækið Marel hefur sagt upp sjö starfsmönnum hér á Íslandi og fóru uppsagnirnar fram í síðustu viku.

„Við erum í því ferli að skerpa á áherslum í rekstrinum og óhjákvæmilega fylgja því uppsagnir,“ segir Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta- og fjárfestatengsla.

Í sumar kynnti Marel fyrirhugaða endurskipulagningu og flutning á starfsemi félagsins í Oss í Hollandi til Boxmeer, sem er ein af lykilstarfsstöðvum Marel hvað varðar nýsköpun og framleiðslu.

Það hafði í för með sér að um 60 starfsmönnum var sagt upp hjá Marel í Hollandi.

550 manns starfa hjá Marel í Garðabæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×