Sjö mál vegna hatursglæpa til rannsóknar Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. mars 2016 20:24 Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira