Sjö mál vegna hatursglæpa til rannsóknar Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. mars 2016 20:24 Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira