Sjö mál vegna hatursglæpa til rannsóknar Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. mars 2016 20:24 Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira