Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. febrúar 2014 14:48 Ályktun fundarins var samþykkt einróma. Vísir/GVA Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira