Erlent

Sjálfstæði ekki langt undan

Freyr Bjarnason skrifar
Alex Salmond, til hægri, ásamt sambandssinnanum Alistair Darling skömmu fyrir sjónvarpskappræður.
Alex Salmond, til hægri, ásamt sambandssinnanum Alistair Darling skömmu fyrir sjónvarpskappræður. Fréttablaðið/AP
Alex Salmond, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, segir að sjálfstætt Skotland hafi aldrei verið eins nálægt því að verða að veruleika og núna.

Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að bilið á milli þeirra sem eru fylgjandi sjálfstæði frá Bretlandi og þeirra sem eru á móti hefur minnkað. Í viðtali við BBC segir Salmond að fólk sem hefur aldrei tekið þátt í stjórnmálum hafi láti sig málið varða.

Kosið verður um það hvort Skotland verði sjálfstætt ríki 18. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×