Sjálfbær gróðurhúsaparadís á Íslandi Hrund Þórsdóttir skrifar 4. nóvember 2013 18:30 Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira