Sjálfbær gróðurhúsaparadís á Íslandi Hrund Þórsdóttir skrifar 4. nóvember 2013 18:30 Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent