Enski boltinn

Sjáið sigurmark Gylfa, metmark Rooney og líka öll hin í enska um helgina | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett/Getty
Þetta var góð helgi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson, Chelsea og Wayne Rooney en þá fór fram 22. umferðin í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea er nú með átta stiga forskot á Arsenal eftir að toppliðið vann 2-0 sigur á Hull en bæði Tottenham og Liverpool töpuðu stigum. Arsenal komst upp í annað sætið eftir að liðið skoraði sigurmark úr vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótartíma á móti Burnley.

Þetta var annars viðburðarrík helgi í ensku úrvalsdeildinni. Öll mörkin, atvikin, bestu markvörslurnar, fyndnustu augnablikin og samantektir úr hverjum einasta leik um helgina eru nú aðgengileg hér inn á Vísi.

Vísir býður nefnilega lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd þar sem farið yfir öll atvik helgarinnar í ítarlegum myndböndum. Það má finna samantektir úr hverjum einasta leik auk þess sem hver dagur er gerður upp í einu myndbandi.

Að lokinni hverri umferð er hún svo gerð upp með því að skoða bestu mörkin, bestu markvörslurnar og fyndnustu augnablikin.

Samantektir úr leikjum birtast ávallt í lok hvers leikdags og eru í birtingu í eina viku. Þau má öllu jafna nálgast á sjónvarpsvef Vísis með því að smella á „Íþróttir“ og „Enski boltinn“.

Messan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld og munu valdar klippur úr henni birtast á Vísi á morgun.

Umferðin gerð upp: Samantektir helgarinnar:

Stakir leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×