Enski boltinn

Sjáðu tíu flottustu mörk ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson gerðu tímabilið í ensku úrvalsdeildinni upp í lokaþætti Messunnar í dag.

Þar fóru þeir félagarnir yfir tíu flottustu mörkin á tímabilinu. Þau komu mörg til greina, en heildarlistann af mörkunum má sjá hér neðst í fréttinni. Mörkin má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í greininni.

Mark Graziano Pelle með Southampton gegn QPR þann 27. september var valið mark ársins, en athygli vekur að þrjú mörk af tíu á listanum komu þann 27. september. Draumadagur flottra marka.

QPR og Liverpool eiga þátt í flestum leikjunum, en liðin eru með þrjú mörk á sinni könnu hvort lið.

Listinn í heild sinni:

10 - Charlie Adam (Stoke) gegn Chelsea 4. apríl

9 - Jermain Defoe (Sunderland) gegn Newcastle 5. apríl

8 - Matt Phillips (QPR) gegn Crystal Palace 14. mars

7 - Angel di Maria (Manchester United) gegn Leicester 21. mars

6 - Phillip Coutinho (Liverpool) gegn Southampton 22. febrúar

5 - Cesc Fabregas (Chelsea) gegn Crystal Palace 18. október

4 - Charlie Austin (QPR) gegn Southampton 27. september

3 - Phil Jagielka (Everton) gegn Liverpool 27. september

2 - Juan Mata (Manchester United) gegn Liverpool 22. mars

1 - Graziano Pelle (Southampton) gegn QPR 27. september




Fleiri fréttir

Sjá meira


×