Enski boltinn

Sjáðu öll mörk Arons Einars fyrir Cardiff

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eins og greint var frá í gær framlengdi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, samning sinn við velska knattspyrnufélagið Cardiff til þriggja ára.

Aron Einar hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011, en hann var áður á mála hjá Coventry í B-deildinni og AZ Alkmaar í Hollandi.

Aron hefur spilað 186 leiki fyrir Cardiff og skorað í þeim 18 mörk, en í tilefni tíðinda gærdagsins setti Youtube-síða Cardiff saman myndband með öllum mörkum Arons fyrir liðið.

Nokkur þeirra eru alveg stórglæsileg, en Aron hefur stundum verið í sóknarsinnaðara hlutverki hjá Cardiff en með íslenska landsliðinu.

Aron skoraði tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni þegar Cardiff var þar fyrir tveimur árum. Annað markið skoraði hann í frægum sigri á þáverandi meisturum Manchester City í fyrstu umferðinni og svo annað gegn Norwich undir lok leiktíðar.

Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×