Enski boltinn

Sjáðu markvörslu ársins og allt það helsta sem gerðist í enska boltanum í gær | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kasper Schmeichel ver stórkostlega frá Andy Carroll.
Kasper Schmeichel ver stórkostlega frá Andy Carroll. vísir/getty
Kasper Schmeichel átti risastóran þátt í 2-3 sigri Leicester City á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þetta var fjórði sigur Leicester í jafn mörgum leikjum eftir að Craig Shakespeare tók við liðinu.

Leicester var 1-3 yfir í hálfleik. André Ayew minnkaði muninn í 2-3 á 63. mínútu og í uppbótartíma fékk Andy Carroll sannkallað dauðafæri til að jafna metin.

En Schmeichel kom Englandsmeisturunum til bjargar með stórkostlegri markvörslu í anda pabba síns.

Vörslu Schmeichels og allt það helsta sem gerðist í leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×