Sport

Sjáðu inn í höllina þar sem Gunnar og Conor æfa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aðeins níu dagar eru þar til UFC 189, stærsta bardagakvöld ársins, fer fram á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas.

Þar verður barist um tvo heimsmeistaratitla; Conor McGregor og Chad Mendes berjast um titilinn í fjaðurvigt og Rory McDonald reynir að hirða beltið af Robbie Lawler í veltivigtinni.

Gunnar Nelson berst á aðalhluta kvöldsins gegn Brandon Thatch, en hann átti upphaflega að berjast við Englendinginn John Hathaway.

Gunnar æfir í Vegas með Conor McGregor, en þeir búa í höll sem kostar mörg hundruð milljónir. Þar æfa þeir og slaka á í aðdraganda bardagans.

Í fyrsta þætti UFC 189 Embedded, vefþáttar sem gerður er fyrir hvert bardagakvöld, sést inn í höllina þegar Conor McGregor kemur heim úr auglýsingaferð frá New York, en Gunnar er einn af þeim sem tekur á móti honum.

Írski vélbyssukjafturinn á sviðið í þættinum eins og alltaf, en hann lætur Jose Aldo, heimsmeistarann sem hætti við að berjast vegna meiðsla, heyra það í viðtali

Þá er fylgst með bardagaköppunum í myndatöku og á kynningu fyrir nýja Reebook-fatnaðinn sem allir verða í eftir að samningar náðust milli íþróttavörurisans og UFC.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.

MMA

Tengdar fréttir

Bardagi ársins blásinn af

Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×