Enski boltinn

Sjáðu Hemma Hreiðars trylla lýðinn á Fratton Park

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hermann Hreiðarsson, David James og fjórar aðrar goðsagnir hjá Portsmouth voru hylltar fyrir leik liðsins gegn Oxford í D-deild enska boltans 28. febrúar.

Hermann og James, sem þjálfuðu ÍBV saman 2013, voru í bikarmeistaraliði Portsmouth árið 2008. Síðan þá hefur hvert áfallið rekið annað hjá liðinu og það komið niður í D-deildina.

Hemmi greip að sjálfsögðu í hljóðnemann enda ekki að búast við öðru. Hann gjörsamlega tryllti lýðinn en það skilaði þó ekki nema markalausu jafntefli.

„Takk fyrir að bjóða mér. Mér líður eins og ég sé að koma heim. Ég hef saknað ykkar,“ sagði Hermann áður en hann öskraði: „Blái herinn!“ og fékk mikil viðbrögð úr stúkunni.

Myndbandið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×