FIMMTUDAGUR 26. MAÍ NÝJAST 18:15

Sjáđu EM-draumaliđ Lars og Heimis

SPORT

Sjáđu heimildaţáttinn um Dag

 
Handbolti
13:45 11. JANÚAR 2016
Sjáđu heimildaţáttinn um Dag
MYND/SKJÁSKOT

Dagur Sigurðsson er umfjöllunarefnið í áhugaverðum heimildaþætti sem var sýndur á þýsku stöðinni ARD um helgina.

Þar er fjallað um uppganga þýska landsliðsins í handbolta sem hefur náð góðum árangri eftir að Dagur tók við en liðið hafði áður verið í nokkurri lægð.

Þrátt fyrir mikil meiðsli í leikmannahópi Dags hefur hann náð að setja saman spennandi lið eins og sást í æfingaleikjunum gegn Íslandi um helgina.

„Ég ætla að veðja á að við séum með ungt og hungrað lið. Sem er mjög spennandi. Í dag tel ég að það séu ekki mörg lið í Evrópu sem eiga meira spennandi landslið en okkar,“ sagði Dagur í myndinni.

Dagur ræðir einnig lífið utan handboltans og fyrirtækin sem hann hefur komið að í gegnum tíðina. „Ég opnaði fyrsta kaffihúsið með bróður mínum þegar ég var átján ára. Síðan þá hafa fyrirtækin sjálfsagt verið um tíu talsins,“ sagði Dagur sem er einn eiganda Kex Hostel.

Þá er einnig rætt við bræður hans, Lárus og Bjarka, sem segja hann hugmyndaríkan og ástríðufullan fyrir öllum þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.

Í myndinni sést hvaða brögðum Dagur beitir til að byggja upp stemninguna í sínu liði, hvort sem það er að fara með liðið í miðnæturhlaup í Berlín eða á boxæfingar.

Þáttinn má sjá hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Sjáđu heimildaţáttinn um Dag
Fara efst