Handbolti

Sjáðu flautumark Guðjóns Vals frá eigin vítateig | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur var markahæstur í liði Löwen í gær.
Guðjón Valur var markahæstur í liði Löwen í gær. vísir/getty
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson átti flottan leik þegar Rhein-Neckar Löwen vann góðan sigur á Vive Tauron Kielce, 28-25, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær.

Guðjón Valur skoraði sjö mörk og var markahæstur í liði Löwen sem er í 3. sæti riðilsins með 13 stig, einu stigi á eftir Kielce sem situr á toppnum.

Sænska skyttan Kim Ekdahl du Rietz, sem ætlar að hætta í handbolta eftir tímabilið, kom Ljónunum í 15-13 þegar 47 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik.

Kielce fór í sókn sem gekk ekki nógu vel. Þegar fjórar sekúndur voru eftir átti Krzysztof Lijweski skot í vörn Löwen.

Boltinn hrökk til Guðjóns Vals sem var fljótur og hugsa og kastaði boltanum yfir endilangan völlinn í tómt mark Kielce, sem var manni færri á þessum tímapunkti, rétt áður en leiktíminn rann út.

Löwen fór því með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn, 16-13. Sami munur var á liðunum í leikslok, 28-25. Sterkur sigur Ljónanna á ríkjandi Evrópumeisturum Kielce því staðreynd.

Mark Guðjóns Vals má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×