Íslenski boltinn

Sjáðu aukaspyrnumark Lennon í Finnlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lennon í leik gegn
Lennon í leik gegn vísir/stefán
Steven Lennon reyndist hetja FH gegn SJK frá Finnlandi í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar, en Skotinn skoraði eina markið í 1-0 sigri FH.

Leikið var í Finnlandi á fimmtudagskvöldið, en eins og fyrr segir skoraði Lennon eina mark leiksins. Markið skoraði hann úr aukaspyrnu á 56. mínútu, en hann skaut þá í markmannshornið.

FH fékk tækifæri til þess að bæta við öðru marki, en Finnarnir skutu meðal annars í slá í fyrri hálfleik. Lokatölur, eins og fyrr segir, 1-0 sigur FH.

Síðari leikur liðanna fer fram á Kaplakrikavelli næsta fimmtudag og ljóst er að Hafnarfjarðarliðið er í góðri stöðu til þess að tryggja sig áfram í næstu umferð.

Fari FH áfram mæta þeir annað hvort Laci frá Albaníu eða Inter Baku frá Azerbaíjan, en fyrri leikurinn í því einvígi fór 1-1. Leikið var í Albaníu.

Helstu atriðin úr leiknum má sjá í myndbandinu hér að neðan frá sjónvarpsstöð SJK, en mark Lennon kemur eftir rúmar fimm mínútur í myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×