Sítrónuskortur á landinu: „Held það séu einhverjir kúrar í gangi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 10:13 vísir/getty Sítróna er allra meina bót og það hefur sýnt sig og sannað í verslunum landsins að undanförnu. Sítrónuskortur hefur gert vart við sig víða og hafa birgjar vart haft undan við að panta inn meira magn. „Sítrónan virðist vera mjög vinsæl ávaxtategund þessa dagana, meira en að undaförnu. Ég ætla nú bara að skjóta í loftið en ég held það séu einhverjir kúrar í gangi,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana.„Eftir áramót koma upp alls konar trend,“ segir Kjartan Már.vísir/stefánKjartan segir það algengt að ákveðin ávaxtategund verði vinsælli en aðrar eftir áramót. „Þá koma upp alls konar trend. Fólk virðist hafa áhyggjur af þyngdinni eftir jólin,“ segir hann.Sjá einnig: „Heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ Sem dæmi nefnir hann vatnsmelónur og engifer. Vatnsmelónukúrinn var afar vinsæll árið 2012 en hann virkar þannig að fólk borðar ekkert nema vatnsmelónur í þrjá daga og á meðal annars að hreinsa líkamann og losa hann við bjúg. Sagt er að fólk geti misst allt að þrjú kíló á fyrrnefndum kúr. Engifer er einnig til margs nýtilegt og sagt afar gott fyrir líkamann. Það á að vera hreinsandi og bólgueyðandi og oft kallað „flensubaninn“. Það er ýmist borðað, drukkið út í heitt eða kalt vatn eða jafnvel sett út í bað, en það er sagt auka blóðflæði. Þá er það sítrónan. Hallgrímur Magnússon læknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir drykkju sítrónuvatn á morgnanna. Hann segir sítrónuna innihalda mikið af góðum efnum sem geti losað eiturefni úr líkamanum og líkir því við að „skúra líkamann að innan“. Hann mælir með að kreista um hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið. Tengdar fréttir „Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Sítróna er allra meina bót og það hefur sýnt sig og sannað í verslunum landsins að undanförnu. Sítrónuskortur hefur gert vart við sig víða og hafa birgjar vart haft undan við að panta inn meira magn. „Sítrónan virðist vera mjög vinsæl ávaxtategund þessa dagana, meira en að undaförnu. Ég ætla nú bara að skjóta í loftið en ég held það séu einhverjir kúrar í gangi,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana.„Eftir áramót koma upp alls konar trend,“ segir Kjartan Már.vísir/stefánKjartan segir það algengt að ákveðin ávaxtategund verði vinsælli en aðrar eftir áramót. „Þá koma upp alls konar trend. Fólk virðist hafa áhyggjur af þyngdinni eftir jólin,“ segir hann.Sjá einnig: „Heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ Sem dæmi nefnir hann vatnsmelónur og engifer. Vatnsmelónukúrinn var afar vinsæll árið 2012 en hann virkar þannig að fólk borðar ekkert nema vatnsmelónur í þrjá daga og á meðal annars að hreinsa líkamann og losa hann við bjúg. Sagt er að fólk geti misst allt að þrjú kíló á fyrrnefndum kúr. Engifer er einnig til margs nýtilegt og sagt afar gott fyrir líkamann. Það á að vera hreinsandi og bólgueyðandi og oft kallað „flensubaninn“. Það er ýmist borðað, drukkið út í heitt eða kalt vatn eða jafnvel sett út í bað, en það er sagt auka blóðflæði. Þá er það sítrónan. Hallgrímur Magnússon læknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir drykkju sítrónuvatn á morgnanna. Hann segir sítrónuna innihalda mikið af góðum efnum sem geti losað eiturefni úr líkamanum og líkir því við að „skúra líkamann að innan“. Hann mælir með að kreista um hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið.
Tengdar fréttir „Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
„Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38