Lífið

Sirrý slær framhaldsskólanema út af laginu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrsti þáttur átta liða úrslita í spurningaþættinum Hvert í ósköpunum er svarið var sýndur á Bravó í gærkvöldi og má nú sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Að venju er það Níels Thibaud Girerd, eða Nilli, sem er í spyrlahlutverkinu en skólarnir sem takast á í þættinum eru Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði.

Í liði FB eru Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, Hallfríður Elín Pétursdóttir og Pétur Magnússon. Í liði Flensborgar eru Sturla Hólm Skúlason, Laufey Njálsdóttir og Jón Gunnar Vopnfjörð Ingólfsson.

Það kennir ýmissa grasa í þættinum og ber fjölmiðlakonan Sirrý til að mynda upp spurningu sem slær keppendur út af laginu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×