Körfubolti

Simmons valinn númer eitt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ben Simmons er ætlað að rífa Philadelphia 76ers upp eftir erfið ár.
Ben Simmons er ætlað að rífa Philadelphia 76ers upp eftir erfið ár. vísir/getty
Philadelphia 76ers valdi Ben Simmons með fyrsta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar sem fór fram með pompi og prakt í Barclays Center í Brooklyn í gær.

Simmons er 19 ára ástralskur framherji sem kemur úr LSU háskólanum. Hann var með 19,2 stig, 11,8 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir LSU á síðasta tímabili.

Síðustu ár hafa verið erfið hjá Philadelphia en liðið vann aðeins 10 af 82 leikjum sínum á síðasta tímabili. Stuðningsmenn liðsins sjá fram á bjartari tíma eftir komu Simmons.

Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem Philadelphia fær fyrsta valrétt en þá valdi liðið Allen Iverson sem var ánægður með valið á Simmons.

Los Angeles Lakers, sem var með næstversta árangur allra liða í NBA á síðasta tímabili, valdi framherjann Brandon Ingram frá Duke háskólanum með öðrum valrétti.

Lakers fékk einnig annan valrétt í fyrra og valdi þá D'Angelo Russell en þeir Ingram eiga að vera hornsteinarnir í nýju liði Lakers.

Annað stórveldi, Boston Celtics, tók framherjann Jaylen Brown frá Californiu með þriðja valrétti og Phoenix Suns valdi Króatann Dragan Bender með þeim þriðja.

Tíu efstu menn í nýliðavalinu 2016:

1. Ben Simmons - Philadelphia 76ers

2. Brandon Ingram - LA Lakers

3. Jaylen Brown - Boston Celtics

4. Dragan Bender - Phoenix Suns

5. Kris Dunn - Minnesota Timberwolves

6. Buddy Hield - New Orleans Pelicans

7. Jamal Murray - Denver Nuggets

8. Marquese Chriss - Sacramento Kings

9. Jakob Pöltl - Toronto Raptors

10. Thon Maker - Milwaukee Bucks

Brandon Ingram kemur úr Duke eins og svo margir góðir leikmenn.vísir/getty
Jaylen Brown ásamt Adam Silver, yfirmanni NBA-deildarinnar.vísir/getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×