Innlent

Sími Jóns Baldvins hleraður meðan hann var utanríkisráðherra

Jón Baldvin Hannibalsson segir að sími hans hafi verið hleraður meðan hann var utanríkisráðherra, á árunum 1988 til 1995.

Jón segir að árið 1992 eða 1993 hafi hann haft slíkar grunsemdir um hleranir að hann hafi fengið tæknimann, með sérstakan búnað, til þess að skoða síma á skrifstofu sinni. Sú skoðun hafi leitt í ljós að síminn var hleraður.

Í viðtali á Útvarpi Sögu í morgun sagði Jón Baldvin, að hann viti ekki hver hleraði símann, en hafi trú á að það hafi frekar verið Bandaríkjamenn en Rússar.

Innvígður maður hafi reyndar stungið að sér þeim möguleika að þarna hafi íslensk leyniþjónusta verið að verki, en tveim hæðum fyrir neðan hann hafi verið hljóðeinangrað herbergi, á vegum íslenskra stjórnvalda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×