Innlent

Símaþjófurinn fundinn: Baðst afsökunar

Erla Hlynsdóttir skrifar

Rekstrarstjóri Bæjarbakarís í Hafnarfirði hefur fjarlægt af YouTube myndband þar sem fullorðinn karlmaður og tveir drengir sjást á upptöku úr eftirlitsmyndavél stela síma. Upplýst hefur verið um hvaða mann er að ræða. Hann hafði sjálfur samband við bakaríið, baðst afsökunar á gjörðum sonar síns og ætlar að koma símanum aftur í réttar hendur.

Starfsfólk bakarísins fékk beiðni frá Umboðsmanni barna um að fjarlægja myndbandið þar sem drengirnir væru ólögráða, ósakhæfir einstaklingar. Var strax orðið við þeirri beiðni.


Tengdar fréttir

Símaþjófnaður í bakaríi: Upptökur úr eftirlitsmyndavél

„GSM síma er stolið af starfsmanni í bakaríi í Hafnarfirði. Fullorðinn karlmaður ásamt tveimur ungum drengjum, koma að versla í bakaríinu. Á borðinu næst myndavélinni var starfsmaður með símann sinn en skyldi hann eftir þegar viðkomandi þurfti að afgreiða viðskiptavin. Notar þá annar drengurinn tækifærið og stelur símanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×