Sport

Silfurverðlaunahafi í kringlukasti gerir góðverk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Malachowski með silfurmedalíuna.
Malachowski með silfurmedalíuna. vísir/getty
Pólverjinn Piotr Malachowski var aðeins 82 cm frá því að vinna til gullverðlauna í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Ríó.

Malachowski þurfti að sætta sig við silfrið en hann lenti einnig í 2. sæti á Ólympíuleikunum í Peking fyrir átta árum.

Malachowski ákvað á dögunum að láta gott af sér leiða og gaf silfurmedalíuna sína frá Ríó til að safna pening fyrir þriggja ára pólskan dreng, Olek Szymanski, sem glímir við augnkrabbamein.

„Silfurmedalían mín er miklu verðmætari en hún var fyrir viku,“ sagði Malachowski um góðverk sitt sem gerði Oleg litla kleift að fara til New York þar sem hann gengst undir meðferð.

Hinn 33 ára gamli Malachowski hefur verið í hópi fremstu kringlukastara heims um árabil en auk silfurverðlaunanna á Ólympíuleikunum 2008 og 2016 hefur hann einu sinni orðið heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari. Hann hefur lengst kastað 71,84 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×