Sigurđur til Solna

 
Körfubolti
15:14 01. OKTÓBER 2014
Sigurđur hefur leikiđ međ Grindavík undanfarin ár.
Sigurđur hefur leikiđ međ Grindavík undanfarin ár. VÍSIR/VALLI
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er genginn í raðir sænska körfuboltaliðsins Solna Vikings, en hann hefur leikið með Grindavík undanfarin ár.

Sigurður skrifaði undir eins árs samning við sænska liðið í dag. Hann fylgir þar með í fótspor félaga sinna í íslenska landsliðinu, Loga Gunnarssonar og Helga Más Magnússonar, sem léku með Solna á sínum tíma. Sigurður segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda.

„Þeir voru búnir að skoða mig í sumar, en síðan kom þetta upp í gærkvöldi og ég fékk samning í hendurnar í morgun,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir að hann stefnt að þessu í nokkrum tíma.

„Þetta er það sem flestir vilja, að fara eitthvert annað og sjá hvort maður getur eitthvað. Ég hafði komandi landsliðsár líka í huga. Mig langaði að taka næsta skref og það hjálpar mér að undirbúa mig fyrir Evrópumótið á næsta ári,“ sagði Sigurður sem heldur utan á morgun eða hinn, en Solna leikur sinn fyrsta leik í sænsku deildinni á sunnudaginn gegn Uppsala Basket.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sigurđur til Solna
Fara efst