Körfubolti

Sigurður stigahæstur í tapi Solna Vikings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður stóð fyrir sínu í kvöld.
Sigurður stóð fyrir sínu í kvöld. Vísir/Valli
Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í LF Basket höfðu betur gegn Sigurði Þorsteinssyni og hans mönnum í Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

LF Basket var allan tímann með yfirhöndina í leiknum og leiddi með tólf stigum í hálfleik, 50-38. Munurinn jókst jafnt og þétt í seinni hálfleik og var að lokum 24 stig, 103-79.

Sigurður var stigahæstur hjá Víkingunum með 18 stig, en hann nýtti öll átta skot sín utan af velli í leiknum. Miðherjinn tók einnig sex fráköst og stal boltanum fjórum sinnum.

Haukur stóð einnig fyrir sínu hjá LF Basket, en hann skoraði 10 stig, tók tvö fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum.

LF Basket er búið að vinna báða leiki sína, en Víkingarnir eru enn án stiga eftir þrjá leiki.


Tengdar fréttir

Sigurður til Solna

Miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er genginn í raðir sænska körfuboltaliðsins Solna Vikings frá Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×