Innlent

Sigurður náði besta árangri Íslands í Bocuse d'Or

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson.
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson.
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson matreiðslumaður náði í gær besta árangri Íslendinga til þessa í forkeppni einnar virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or. Sigurður og aðstoðarmenn hans lentu í fjórða sæti sem tryggir þeim sæti í úrslitum að ári.

Keppnin fór fram í Horeca-höllinni í Brussel á þriðjudag og miðvikudag. Óhætt er að segja að Norðurlöndin hafi haldið áfram sigurför sinni þar, líkt og í heimi matreiðslunnar undanfarin ár, þar sem þau lentu í fjórum efstu sætunum. Tuttugu Evrópulönd tóku þátt í forkeppninni og komust tólf þeirra áfram í aðalkeppnina. Hún fer fram í Frakklandi að ári og keppa þá 24 lönd um hálfgerðan heimsmeistaratitil.

Sigurður starfar á Vox og var valinn Matreiðslumaður ársins 2011. Honum til aðstoðar í Belgíu voru Hafsteinn Ólafsson, nemi á Vox og Birkir Örn Sveinsson, nemi á Fiskfélaginu. Þeir félagar hafa æft stíft síðustu vikur fyrir keppnina og notið góðs af handleiðslu annarra íslenskra matreiðslumeistara. Þjálfari þeirra var Þráinn Freyr Vigfússon.

Fleiri Íslendingum gekk vel í Belgíu. Ari Þór Gunnarsson aðstoðaði og Ragnar Ómarsson þjálfaði Heidi Pinnak, sem komst í úrslit fyrir hönd Eistlands.

Hægt er að sjá fleiri fréttir af Sigurði á vefnum freisting.is, meðal annars matseðil hans frá Belgíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×