Sigurður Einarsson kominn í Hegningarhúsið Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2015 11:33 Sigurður Einarsson hefur nú hafið afplánun og situr í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“ Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira