Sigurður Einarsson kominn í Hegningarhúsið Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2015 11:33 Sigurður Einarsson hefur nú hafið afplánun og situr í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“ Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira