Sigurður Einarsson: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2016 14:57 Sigurður Einarsson segist hafa verið að verjast ágangi fólks sem hafi komið inn á einkaeign í leyfisleysi. Svo virðist sem slegið hafi í brýnu á milli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og vegfarenda í Borgarfirði á dögunum. Vegfarendurnir voru staddir við sumarhús í Norðurárdal, sem áður var í eigu Sigurðar, þegar þeir mættu Sigurði sjálfum, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti. Um er að ræða stórhýsi sem Sigurður lét byggja fyrir hrun. Það er um 840 fermetrar að stærð, með fimmtíu fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr, svo fátt eitt sé nefnt. Í myndbandi sem fólkið birti á netinu í vikunni má heyra Sigurð hóta því barsmíðum, yfirgefi það ekki svæðið. Sigurður sagði fólkið í óleyfi og kom til orðaskak á milli þeirra, samkvæmt myndbandinu.Framkvæmdir hófust fyrir hrun, en sumarhúsið er hið glæsilegasta.vísir/gvaFreyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir fólkið hafa komið inn á svæðið í óleyfi. Það sé girt af og að skýrt komi fram að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. „Fólkið var þarna að mynda inn um rúðurnar og þetta er auðvitað bara innrás á friðhelgi einkalífsins. Þarna er allt girt af og svæðið er læst með hliði, þannig að fólkið hefur farið yfir hliðið og inn á þessa einkaeign,“ segir Freyr í samtali við Vísi. Sigurður var í febrúar í fyrra dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða. Hann var fyrr í þessum mánuði látinn laus úr fangelsi og dvelur nú á Vernd, áfangaheimili í Reykjavík, þar sem hann verður þar til hann fer heim og verður undir rafrænu eftirliti. Freyr segir Sigurð hafa eftirlit með húsinu. Það sé í eigu vinar hans sem búsettur sé erlendis. „Hann er auðvitað inni á Vernd en þarna hafði hann bara tekið sunnudagsrúnt að bústaðnum, til að kanna stöðuna á eigninni fyrir eiganda hennar.“ Orðrétt segir Sigurður í myndbandinu: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“ –Freyr segir enga hótun hafa verið fólgna í orðum Sigurðar, hann hafi einungis verið að verja sig frá ágangi fólksins. „Eins og sést í myndbandinu er hann allur hinn rólegasti þó hann muldri þessa setningu. Hann hefur enga ógnandi tilburði þó þessi orð hafi auðvitað verið óheppileg, en hann lítur á þetta sem innbrot,“ segir Freyr og bætir við að fólkið hafi sýnt mjög ögrandi hegðun. Einkahlutafélagið Veiðilækur var stofnað utan um framkvæmdir Sigurðar í Borgarfirði, en árið 2011 var nafninu breytt og skipt um eigendur. Félagið heitir nú Rhea en ekki liggur fyrir hverjir nýju eigendurnir eru. Freyr segir húsið ekki í eigu Sigurðar.Uppfært klukkan 19:29Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Að neðan má sjá uppskrifuð samskipti vegfarandans við Sigurð.Vegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þigVegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.Vegfarandi: Ha?Sigurður: Farðu.Vegfarandi: Svo þú þurfir ekki að berja mig? Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Svo virðist sem slegið hafi í brýnu á milli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og vegfarenda í Borgarfirði á dögunum. Vegfarendurnir voru staddir við sumarhús í Norðurárdal, sem áður var í eigu Sigurðar, þegar þeir mættu Sigurði sjálfum, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti. Um er að ræða stórhýsi sem Sigurður lét byggja fyrir hrun. Það er um 840 fermetrar að stærð, með fimmtíu fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr, svo fátt eitt sé nefnt. Í myndbandi sem fólkið birti á netinu í vikunni má heyra Sigurð hóta því barsmíðum, yfirgefi það ekki svæðið. Sigurður sagði fólkið í óleyfi og kom til orðaskak á milli þeirra, samkvæmt myndbandinu.Framkvæmdir hófust fyrir hrun, en sumarhúsið er hið glæsilegasta.vísir/gvaFreyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir fólkið hafa komið inn á svæðið í óleyfi. Það sé girt af og að skýrt komi fram að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. „Fólkið var þarna að mynda inn um rúðurnar og þetta er auðvitað bara innrás á friðhelgi einkalífsins. Þarna er allt girt af og svæðið er læst með hliði, þannig að fólkið hefur farið yfir hliðið og inn á þessa einkaeign,“ segir Freyr í samtali við Vísi. Sigurður var í febrúar í fyrra dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða. Hann var fyrr í þessum mánuði látinn laus úr fangelsi og dvelur nú á Vernd, áfangaheimili í Reykjavík, þar sem hann verður þar til hann fer heim og verður undir rafrænu eftirliti. Freyr segir Sigurð hafa eftirlit með húsinu. Það sé í eigu vinar hans sem búsettur sé erlendis. „Hann er auðvitað inni á Vernd en þarna hafði hann bara tekið sunnudagsrúnt að bústaðnum, til að kanna stöðuna á eigninni fyrir eiganda hennar.“ Orðrétt segir Sigurður í myndbandinu: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“ –Freyr segir enga hótun hafa verið fólgna í orðum Sigurðar, hann hafi einungis verið að verja sig frá ágangi fólksins. „Eins og sést í myndbandinu er hann allur hinn rólegasti þó hann muldri þessa setningu. Hann hefur enga ógnandi tilburði þó þessi orð hafi auðvitað verið óheppileg, en hann lítur á þetta sem innbrot,“ segir Freyr og bætir við að fólkið hafi sýnt mjög ögrandi hegðun. Einkahlutafélagið Veiðilækur var stofnað utan um framkvæmdir Sigurðar í Borgarfirði, en árið 2011 var nafninu breytt og skipt um eigendur. Félagið heitir nú Rhea en ekki liggur fyrir hverjir nýju eigendurnir eru. Freyr segir húsið ekki í eigu Sigurðar.Uppfært klukkan 19:29Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Að neðan má sjá uppskrifuð samskipti vegfarandans við Sigurð.Vegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þigVegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.Vegfarandi: Ha?Sigurður: Farðu.Vegfarandi: Svo þú þurfir ekki að berja mig?
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira