Sigur Rós tekur upp í hljóðveri í New York Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Hljómsveitin Sigur Rós vinnur með virtum upptökustjóra í New York um þessar mundir. Sveitin gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013. Vísir/Getty Hljómsveitin Sigur Rós er um þessar mundir stödd í hljóðveri í New York að taka upp nýtt efni. „Jú, það er rétt að strákarnir eru í hljóðveri í New York að vinna að nýju efni, en hvað kemur út úr því veit svo sem enginn að svo stöddu. Þeir hafa verið að hittast öðru hvoru á þessu ári til að vinna að nýju efni,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er sveitin að vinna þar með bandaríska upptökustjóranum John Congleton en hann vann meðal annars Grammy-verðlaun á síðasta ári fyrir upptökustjórn og hljóðblöndun á plötu bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent. Platan, sem er samnefnd tónlistarkonunni, var valin besta alternative-platan á Grammy-verðlaununum í fyrra. Upptökurnar eru þó ekki þær fyrstu sem sveitin vinnur með Grammy-verðlaunahafanum, því áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að sveitin, sem í dag er skipuð þeim Jóni Þór Birgissyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni, hafi unnið með John Congleton í hljóðveri Sigur Rósar hér á landi í mars síðastliðnum.Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum.Vísir/GettyFerlið er þó á frumstigi og ekki liggur fyrir hvenær nýtt efni eða ný plata kemur út. Sigur Rós hefur gefið út sjö breiðskífur. Hún gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013 og þar á undan plötuna Valtari árið 2012. Kveikur var jafnframt fyrsta platan sem sveitin gaf út eftir að Kjartan Sveinsson yfirgaf hljómsveitina. Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Meðlimir sveitarinnar hafa þó verið að vinna að öðrum verkefnum undanfarið og unnu bassaleikarinn Georg Holm, trommuleikarinn Orri Páll, gítarleikarinn Kjartan Holm sem hefur spilað hefur með sveitinni á tónleikaferðalögum og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson við að semja tónlistina við nýja heimildarmynd fyrir BBC sem ber titilinn The Show of Shows. Myndinni leikstýrir Benedikt Erlingsson og fer hún í sýningu á næsta ári. Tónlistin kemur þó út þann 21. ágúst á plötu sem nefnist Circe og var hún tekin upp í stúdíói Sigur Rósar í Reykjavík. Hér má sjá myndband við lagið Glósóli: Tónlist Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós er um þessar mundir stödd í hljóðveri í New York að taka upp nýtt efni. „Jú, það er rétt að strákarnir eru í hljóðveri í New York að vinna að nýju efni, en hvað kemur út úr því veit svo sem enginn að svo stöddu. Þeir hafa verið að hittast öðru hvoru á þessu ári til að vinna að nýju efni,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er sveitin að vinna þar með bandaríska upptökustjóranum John Congleton en hann vann meðal annars Grammy-verðlaun á síðasta ári fyrir upptökustjórn og hljóðblöndun á plötu bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent. Platan, sem er samnefnd tónlistarkonunni, var valin besta alternative-platan á Grammy-verðlaununum í fyrra. Upptökurnar eru þó ekki þær fyrstu sem sveitin vinnur með Grammy-verðlaunahafanum, því áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að sveitin, sem í dag er skipuð þeim Jóni Þór Birgissyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni, hafi unnið með John Congleton í hljóðveri Sigur Rósar hér á landi í mars síðastliðnum.Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum.Vísir/GettyFerlið er þó á frumstigi og ekki liggur fyrir hvenær nýtt efni eða ný plata kemur út. Sigur Rós hefur gefið út sjö breiðskífur. Hún gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013 og þar á undan plötuna Valtari árið 2012. Kveikur var jafnframt fyrsta platan sem sveitin gaf út eftir að Kjartan Sveinsson yfirgaf hljómsveitina. Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Meðlimir sveitarinnar hafa þó verið að vinna að öðrum verkefnum undanfarið og unnu bassaleikarinn Georg Holm, trommuleikarinn Orri Páll, gítarleikarinn Kjartan Holm sem hefur spilað hefur með sveitinni á tónleikaferðalögum og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson við að semja tónlistina við nýja heimildarmynd fyrir BBC sem ber titilinn The Show of Shows. Myndinni leikstýrir Benedikt Erlingsson og fer hún í sýningu á næsta ári. Tónlistin kemur þó út þann 21. ágúst á plötu sem nefnist Circe og var hún tekin upp í stúdíói Sigur Rósar í Reykjavík. Hér má sjá myndband við lagið Glósóli:
Tónlist Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira