Fótbolti

Sigur í fyrsta heimaleik Emery

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery á bekknum í dag.
Emery á bekknum í dag. vísir/afp
Frönsku meistararnir í PSG halda sigurgöngu sinni áfram í frönsku úrvalsdeildinni en þeir unnu 3-0 sigur á Metz í dag.

Leikurinn var liður í annari umferð deildarinnar, en staðan var markalaus í hálfleik á heimavelli PSG, Parc des Princes í fyrsta heimaleik Unai Emery, stjóra PSG.

Lucas Moura kom PSG yfir á 52. mínútu, en fimmtán mínútum síðar tvöfaldaði Lavyin Kurzawa forystuna.

Jonathan Rivierez varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks, en frönsku meistararnir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni undir stjórn Emery.

Á Ítalíu voru átta leikir í dag í annari umferðinni þar í landi, en það sem bar hæst var sigur AC Milan á Torini, 3-2, og 2-0 tap Inter gegn Chievo Verona.

Napoli gerði 2-2 jafntefli við Pescara og Lazio vann 4-3 sigur á Atlanta þar sem sigurmarkið kom mínútu fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×