Handbolti

Sigur hjá Aroni og félögum

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans unnu sigur í dag.
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans unnu sigur í dag. Vísir/Daníel
Átta liða úrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta lauk í dag, en leikið var í tveimur fjögurra liða riðlum.

Í riðli 1 unnu lærisveinar Arons Kristjánssonar í KIF Kolding öruggan níu marka sigur, 26-17, á Álaborg, eftir að hafa leitt í hálfleik 11-8. Í hinum leik riðilsins bar SonderjyskE sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg 32-28.

Í riðli 2 vann Skjern eins marks sigur, 29-28, á Team Tvis Holstebro og Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG höfðu betur gegn Århus, 26-22.

Kolding varð efst í riðli 1 og mætir Team Tvis Holstebro, sem hafnaði í öðru sæti riðils 2, í undanúrslitunum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Skjern og Álaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×