Handbolti

Sigur á Suður-Kóreu og átta liða úrslitin framundan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn fagnar á mótinu.
Óðinn fagnar á mótinu. vísir/fésbókarsíða ihf um mótið
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi eftir sex marka sigur, 34-28, á Suður-Kóreu.

Íslensku strákarnir mættu einbeittir til leiks og leiddu í hálfleik 17-14. Í síðari hálfleik voru þeir skrefinu á undan og leiddu mest með sex mörkum, en Suður-Kóreu mennirnir spiluðu hraðan bolta.

Strákunum tókst að ráða vel við hann og unnu að lokum, eins og fyrr segir, sex marka sigur sem tryggir þeim sæti í átta liða úrslitum mótsins.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með tíu mörk, en næstur kom Óðinn Ríkharðsson með átta. Egill Magnússon gerði sex mörk, Hákon Daði Styrmisson fjögur mörk, Sigtryggur Rúnarsson þrjú mörk, Arnar Arnarsson tvö og Elvar Jónsson eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×