Viðskipti innlent

Sigþór Jónsson fer til Straums

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sigþór Jónsson
Sigþór Jónsson
Sigþór Jónsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Straums fjárfestingarbanka. Hann hefur störf 1. ágúst næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu.

Haft er eftir Jakobi Ásmundssyni, forstjóra Straums, að mikill styrkur sé fyrir bankann að fá Sigþór til þess að leiða uppbyggingu eignastýringarinnar.

„Hann hefur áralanga reynslu og hefur áður stýrt uppbyggingu á eignastýringarsviði á íslenskum fjármálamarkaði.  Straumur er í mikilli sókn og við ætlum að fylgja góðum árangri eftir með það að leiðarljósi að veita okkar ört stækkandi hópi viðskiptavina, fyrsta flokks þjónustu á fleiri sviðum en áður,“ segir Jakob í tilkynningu Straums.

Sigþór var áður framkvæmdastjóri Landsbréfa hf. og þar áður forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×