Viðskipti innlent

Sigríður Ingibjörg til ASÍ

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá hagdeild Alþýðusambands Íslands í upphafi árs, þær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Sigurlaug Hauksdóttir.
Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá hagdeild Alþýðusambands Íslands í upphafi árs, þær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Sigurlaug Hauksdóttir. ASÍ
Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá hagdeild Alþýðusambands Íslands í upphafi árs, þær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Sigurlaug Hauksdóttir.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er nýr hagfræðingur hjá ASÍ. Sigríður Ingibjörg sat á Alþingi frá árunum 2009 til 2016 fyrir Samfylkinguna. Þar var hún formaður velferðarnefndar Alþingis frá 2012 itil 2016 og formaður fjárlaganefndar 2011 til 2012.

Sigríður Ingibjörg er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og mestarapróf í viðskipta- og hagfræði frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Áður en hún tók sæti á þingi starfaði Sigríður Ingibjörg hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, hjá ASÍ frá 2005-2007, Hagstofu Íslands og hjá Norræna Félaginu.

Sigurlaug Hauksdóttir er nýr verkefnastjóri í verðlagseftirliti ASÍ.

Sigurlaug er félagsfræðingur að mennt en undanfarin sex ár hefur hún verið útsendur starfsmaður velferðaráðuneytisins hjá ESB þar sem hún hefur meðal annarsveitt ráðgjöf um mælingar á lýðheilsu. Áður starfaði hún á Hagstofu Íslands, mest við kannanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×