Innlent

Sigríður Ingibjörg sækist eftir fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, óskar eftir stuðningi í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í flokkvali sem fer fram 8.-10. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði Ingibjörgu.

„Við eigum að vera óhrædd við átök um grundvallarmál og vinna með samherjum okkar að nýrri stjórnarskrá, uppboði á aflaheimildum, nýjum gjaldmiðli, rammaáætlun og markvissum aðgerðum í umhverfismálum,“ segir í tilkynningunni.

„Deilur síðustu ára endurspegla hatramma hagsmunabaráttu þar sem venjulegt fólk hefur þurft að bjóða fjármagnseigendum byrginn. Valdahlutföllin eru hróplega ósanngjörn en með samstöðu og úthaldi mun okkur takast að skapa eitt samfélag fyrir alla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×